Leiguskilmálar HS-Kerfi
Skilmálar þessir gilda um leigu búnaðar frá HS-Kerfum ehf., kt. 470617-1520, Goðanesi 14, 603 Akureyri. Búnaður í þessum skilmálum er hverskonar tæki eða tól sem HS-Kerfi leigir á hverjum tíma. Mál sem kunna að rísa vegna skilmála þessara má höfða fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra eða Akureyrarkaupstað.
1) Nema annað sé sérstaklega tekið fram skal stysti leigutími vera einn dagur og miðast upphaf leigu við dagsetningu afhendingar í leigusamningi. Síðasti dagur leigu telst sá dagur sem getið er sem skiladags í leigusamningi. Sé búnaði ekki skilað innan hins umsamda tíma skal leigutaki greiða fulla dagleigu fyrir hvern byrjaðan dag, auk alls kostnaðar sem HS-Kerfi ehf kann að verða fyrir vegna þess að búnaðurinn stendur ekki öðrum viðskiptavinum til reiðu á réttum tíma.
2) Ábyrgð leigutaka á hinum leigða búnaði hefst við móttöku hans og lýkur þegar búnaði hefur sannanlega verið skilað í hús til HS-Kerfa. Búnaður í flutningi er á ábyrgð leigutaka.
3) Leigutaki ábyrgist að þeir sem komi til með að vinna með eða við hinn leigða búnað skuli hafa fengið til þess hæfilegar leiðbeiningar og að jafnan sé nauðsynleg sérþekking til staðar til uppsetningar og notkunar hins leigða búnaðar.
4) Leigutaki ábyrgist að notaður sé réttur rafstraumur, rafspenna og jarðtenging í tengslum við búnað HS-Kerfa ehf. Ef leigutaki hyggst nota hinn leigða búnað í tengslum við önnur tól eða tæki skal hann ábyrgjast að um samhæfðan búnað sé að ræða, sem ætlaður er til notkunar með búnaði frá HS-Kerfum ehf.
5)Ef leigður búnaður týnist eða skemmist að því marki að ekki svari kostnaði að mati HS-kerfa ehf. að gera við hann, ábyrgist leigutaki að greiða HS-Kerfum ehf fullt endurstofnverð hlutarins án tillits til aldurs eða slits á honum. Þar til nýr búnaður hefur verið útvegaður í stað þess týnda eða eyðilagða skal leigutaki borga fulla leigu, auk alls afleidds tjóns sem HS-Kerfi ehf, kann að verða fyrir vegna eyðileggingar/hvarfs hins leigða búnaðar.